Færsluflokkur: Dægurmál

Kannski varð bylting vorið 2009

Ráðherrann var sagður ekki standa sig

bankastjórinn hvæsir ekki benda á mig

Krónan minnir á slappan tóman lók

Skákin er byrjuð en það vantar einn hrók

Brenndu börnin á fiðlurnar sarga

Ekki mér að kenna þingheimur að garga

 

Bylting lá í lofti árið 2009

á Nesinu beið fólkið eftir vorsins kríu

sem var á leiðinni en villtist oní öldu

og drukknaði og vorið það andaði köldu.

 

Hatur og tortryggni tóku af okkur ráðin

tók einhver upp lafþunnan þráðinn

sagði þetta var glötuð ræða

Hvar var byltingin sem átti allt að græða

Hulin andlit í máttvana reiði

og einstaka spurning hvað er hér á seiði

 

Bylting lá í loftinu vorið 2009

Vetrarkulin hjörtun þráðu aðeins hlýju

Atvinnuleysið sem stjórnlaus eldur

Íslenski refurinn var svangur og hrelldur.

 

Alþjóðargjaldeyrissjóðurinn læsti okkur inni

aurgoðarnir virðast hafa tapað minni

Á Þingvöllum vindurinn vældi í kjarri

Fólkið missti húsin sín, krónunni fjarri

Bankar hækka lánin með glóandi tangir

og dagarnir urðu óendanlega langir

 

Bylting lá í lofti vorið 2009

Hver var á þeim tíma ekki kominn með klígju

Bylting einhver sagði, Hún bara kom og fór

Vill einhver segja mér var hún lítil eða stór.

 

Verðbréfarándýrin hurfu á einni nóttu

eins og bankabréfin sem draugarnir sóttu

og brenndu í beinni sparnað afa og ömmu

og skuldfærðu allt á barnið, pabba og mömmu

Og enginn má öskra verða verulega reiður

því þá verður ráðherrann hræðilega leiður

 

Bylting lá í lofti vorið 2009

Okkur var sagt kannski 2010

yrðu gjaldþrotin færri og fólk héldi velli

Ekki nema örfáir sem þyrftu að búa í helli.

 

Skuldirnar uxu, múgurinn var sviðinn

Einhverstaðar var einhver að strjúka feitan kviðinn

Ærlegur og bera ábyrgð, megum við heyra meira

og sá sem ætti að nota orðin lýgur bara meira

og þvælir um að þjóðin verði að standa saman

í þjóðargjaldþroti getur verið gaman.

 

Bylting lá í lofti vorið 2009

þjóðin lá með krónunni í skítugri stíu

Ég sá múrstein fljúga en enga hvassa teina

Ráðherrann fölur sagði: Þau eru að reyna

 

Sá sem missir heimilið og vinnuna um leið

og sparnaðinn í bankanum hann velur þá reið

til móts við heiftina og slást í hennar för

Hann hefur rétt á að berjast og skjóta sinni ör

Berjast fyrir réttlæti allir ættu að gera

þó það kosti fangelsi þá verður svo að vera

 

Bylting lá í loftinu vorið 2009

Ímynd þjóðar útötuð í græðgisspýju

Þeir rændu land og þjóð, skófu inn að beini

en sjálfir hafa góssið sitt vandlega í leyni

 

Kannski varð bylting vorið 2009

Kannski komst nýtt fólk í skjól og hlýju

og bankar voru seldir gæðingum flokka

og nýir menn byrjaðir í þjóðinni að fokka.

 

 Lag og texti Bubbi Morthens. 

 


Akstur og áfengi eiga aldrei samleið.

Það gleymdist alveg að láta það fylgja með fréttinni að ökumaðurinn hefur verið ákærður um akstur undir áhrifum áfengis. Sjá hér .
mbl.is Bjargað úr bíl á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband