10.8.2008 | 23:06
Og svo var það sunnudagsrúnturinn
Ekki var nóg að skella sér á Snæfellsnesið heldur ákvað ég á síðustu stundu þegar ég var á heimleið að keyra nú inn Hvalfjörðinn. Þegar ég nálgaðist gamla Botnsskála þá datt mér allt í einu í hug að það væri nú gaman að kíkja á Glym gamla (aldrei séð hann áður). Ég og börnin lögðum af stað um klukkan 14:30 og héldum sem leið lá eftir gulu steinunum (einhver merking á gönguleiðinni hér og þar). Þegar við nálguðumst gljúfrið þá fór nú eitthvað lítið fyrir þeim, allavega var engin regla á millibili og svo eftir mikla leit þá fundust þeir stundum. Allavega, þá ákváðum við að kíkja upp austan megin vegna þess að vestan megin sést lítið í fossinn. Við tók heljar klifur, á einum stað fórum við upp nokkuð erfiða skriðu (í ljós kom að göngustígurinn var um 30-40 metra fyrir sunnan hana). Þá tók við enn meiri leit að stígum til að fylgja. Enduðum í einu gili þar sem ekki var hægt að komast upp úr nema á betri skóbúnaði (ég var á ódýru skódrasli úr Europris). Eftir nokkurn tíma þá komumst við loks upp að fossinum, eða fórum upp að síðasta útsýnisstaðnum. Tókum nokkrar myndir þar og ég sendi eina beint inn á Facebook með símanum. Lögðum af stað niður að bíl aftur og komum þangað rétt rúmlega fimm.
Var hissa á hversu mikil umferð var þarna, sá örugglega hátt í hundrað manns á ferð annað hvort upp eða niður.
Það er þreyttur og sæll ferðalangur sem skrifar þetta blogg, ánægður með hversu gaman krakkarnir höfðu af þessari helgi.
Athugasemdir
Kemur á óvart hvað það hafa margir verið þarna. En það er afskaplega fallegt þarna og allt of langt síðan maður hefur farið þangað (mörg ár). Ég sá einmitt krakkana þína hérna á Selfossi fyrir stuttu en þá voru einmitt nokkur ár síðan ég hef séð þau. Ekkert smá sem þau eru orðin stór!!!!
Takk fyrir kvitt hjá mér um daginn Bjöggi minn. Farðu svo þrusuvel með þig vinur.
Gunnar biður fyrir kveðju.
Tína, 8.9.2008 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.