Ótrúleg spenna á lokasekúndum.

Segi ekki meira, alveg búinn eftir leikinn :)
mbl.is Fjórir fengu rautt í ótrúlegum sigri Vals á Stjörnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski varð bylting vorið 2009

Ráðherrann var sagður ekki standa sig

bankastjórinn hvæsir ekki benda á mig

Krónan minnir á slappan tóman lók

Skákin er byrjuð en það vantar einn hrók

Brenndu börnin á fiðlurnar sarga

Ekki mér að kenna þingheimur að garga

 

Bylting lá í lofti árið 2009

á Nesinu beið fólkið eftir vorsins kríu

sem var á leiðinni en villtist oní öldu

og drukknaði og vorið það andaði köldu.

 

Hatur og tortryggni tóku af okkur ráðin

tók einhver upp lafþunnan þráðinn

sagði þetta var glötuð ræða

Hvar var byltingin sem átti allt að græða

Hulin andlit í máttvana reiði

og einstaka spurning hvað er hér á seiði

 

Bylting lá í loftinu vorið 2009

Vetrarkulin hjörtun þráðu aðeins hlýju

Atvinnuleysið sem stjórnlaus eldur

Íslenski refurinn var svangur og hrelldur.

 

Alþjóðargjaldeyrissjóðurinn læsti okkur inni

aurgoðarnir virðast hafa tapað minni

Á Þingvöllum vindurinn vældi í kjarri

Fólkið missti húsin sín, krónunni fjarri

Bankar hækka lánin með glóandi tangir

og dagarnir urðu óendanlega langir

 

Bylting lá í lofti vorið 2009

Hver var á þeim tíma ekki kominn með klígju

Bylting einhver sagði, Hún bara kom og fór

Vill einhver segja mér var hún lítil eða stór.

 

Verðbréfarándýrin hurfu á einni nóttu

eins og bankabréfin sem draugarnir sóttu

og brenndu í beinni sparnað afa og ömmu

og skuldfærðu allt á barnið, pabba og mömmu

Og enginn má öskra verða verulega reiður

því þá verður ráðherrann hræðilega leiður

 

Bylting lá í lofti vorið 2009

Okkur var sagt kannski 2010

yrðu gjaldþrotin færri og fólk héldi velli

Ekki nema örfáir sem þyrftu að búa í helli.

 

Skuldirnar uxu, múgurinn var sviðinn

Einhverstaðar var einhver að strjúka feitan kviðinn

Ærlegur og bera ábyrgð, megum við heyra meira

og sá sem ætti að nota orðin lýgur bara meira

og þvælir um að þjóðin verði að standa saman

í þjóðargjaldþroti getur verið gaman.

 

Bylting lá í lofti vorið 2009

þjóðin lá með krónunni í skítugri stíu

Ég sá múrstein fljúga en enga hvassa teina

Ráðherrann fölur sagði: Þau eru að reyna

 

Sá sem missir heimilið og vinnuna um leið

og sparnaðinn í bankanum hann velur þá reið

til móts við heiftina og slást í hennar för

Hann hefur rétt á að berjast og skjóta sinni ör

Berjast fyrir réttlæti allir ættu að gera

þó það kosti fangelsi þá verður svo að vera

 

Bylting lá í loftinu vorið 2009

Ímynd þjóðar útötuð í græðgisspýju

Þeir rændu land og þjóð, skófu inn að beini

en sjálfir hafa góssið sitt vandlega í leyni

 

Kannski varð bylting vorið 2009

Kannski komst nýtt fólk í skjól og hlýju

og bankar voru seldir gæðingum flokka

og nýir menn byrjaðir í þjóðinni að fokka.

 

 Lag og texti Bubbi Morthens. 

 


Hefði getað orðið mun stærri.

Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Shay Given í markinu hefði leikurinn getað farið 10-1. Fínt að fara með 3ja stiga "buffer" yfir áramótin.
mbl.is Liverpool gjörsigraði Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegur viti?


Furðulegur viti?
Originally uploaded by bjogginn
Er þetta viti?

Og svo var það sunnudagsrúnturinn


Glymur

Sent inn á flickr.com bjogginn

Ekki var nóg að skella sér á Snæfellsnesið heldur ákvað ég á síðustu stundu þegar ég var á heimleið að keyra nú inn Hvalfjörðinn. Þegar ég nálgaðist gamla Botnsskála þá datt mér allt í einu í hug að það væri nú gaman að kíkja á Glym gamla (aldrei séð hann áður). Ég og börnin lögðum af stað um klukkan 14:30 og héldum sem leið lá eftir gulu steinunum (einhver merking á gönguleiðinni hér og þar). Þegar við nálguðumst gljúfrið þá fór nú eitthvað lítið fyrir þeim, allavega var engin regla á millibili og svo eftir mikla leit þá fundust þeir stundum. Allavega, þá ákváðum við að kíkja upp austan megin vegna þess að vestan megin sést lítið í fossinn. Við tók heljar klifur, á einum stað fórum við upp nokkuð erfiða skriðu (í ljós kom að göngustígurinn var um 30-40 metra fyrir sunnan hana). Þá tók við enn meiri leit að stígum til að fylgja. Enduðum í einu gili þar sem ekki var hægt að komast upp úr nema á betri skóbúnaði (ég var á ódýru skódrasli úr Europris). Eftir nokkurn tíma þá komumst við loks upp að fossinum, eða fórum upp að síðasta útsýnisstaðnum. Tókum nokkrar myndir þar og ég sendi eina beint inn á Facebook með símanum. Lögðum af stað niður að bíl aftur og komum þangað rétt rúmlega fimm.

Var hissa á hversu mikil umferð var þarna, sá örugglega hátt í hundrað manns á ferð annað hvort upp eða niður.

Það er þreyttur og sæll ferðalangur sem skrifar þetta blogg, ánægður með hversu gaman krakkarnir höfðu af þessari helgi.


Nettur laugardagsbíltúr


Systkinin

Originally uploaded by bjogginn

Byrjuðum daginn á því að keyra vestur í Grundarfjörð, fengum okkur að borða þar á Kaffi 59. Fínar pizzur sem runnu ágætlega niður með gosdrykkjum. Þaðan lá leiðin í vesturátt, ókum síðan yfir Fróðárheiðina og stoppuðum aðeins á Búðum, lékum okkur aðeins í fjörunni þar. Þaðan lá leiðin að Arnarstapa og þar tók það sama við, göngutúr og leikur. Fórum svo að Hellnum, krakkarnir léku sér aðeins í fjörugrjótinu þar og rennblotnuðu náttúrulega, fengum okkur síðan kaffi og meððí í litla kaffihúsinu á Hellnum. Þegar allir voru mettir var ákveðið að halda áfram og fórum við niður á Djúpalónssand og þaðan gengum við gegnum hraunið út í Dritvík, komum við í völundarhúsinu við Dritvík og fórum svo niður í víkina og þar tók ég þessa mynd af börnunum. Gengum síðan til baka og niður í fjöruna á Djúpalónssandi, þar var nokkuð mikið brim og krakkarnir fóru í kapp við öldurnar, þ.e. að passa sig á að þær náðu þeim ekki og gekk það bara nokkuð vel. Keyrðum síðan sem leið lá út á Öndverðarnes og Svörtuloft, skoðuðum aðeins vitana þar og húsarústir á Öndverðarnesi sem og niðurgrafna brunninn Fálka. Ókum svo gegnum Hellissand og Rif, sýndi þeim bryggjuna sem ég sigldi frá sumarið '95 þegar ég var á trillu þar. Ókum svo inn í Ólafsvík, fengum okkur pizzur á Hobbitanum (gamli grillskálinn) og enduðum svo á að keyra í Borgarnesið. Vorum komin þangað rúmum 12 tímum eftir brottför þaðan í morgun.
Þetta er semsagt búinn að vera frábær dagur og ég var ánægður að sjá hvað krakkarnir skemmtu sér við þetta.

Fleiri myndir á http://www.flickr.com/photos/bjogginn


Legg til að dómarinn taki sér frí.

Aðra eins bull dómgæslu hef ég ekki séð lengi.
mbl.is Valur vann sigur á Blikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smekklaust

Mér finnst smekklaust hjá kallinum að notfæra sér þessa neyð sunnlendinga.
mbl.is Heimild til að kalla út varalið hefði komið sér vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fá hann aftur á Anfield

Hann væri fínn frammi með Torres
mbl.is Anelka vill spila frammi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamaður ætti að leita aðeins betur

Í dag birti Hæstiréttur Íslands niðurstöðu í máli rétthafa gegn Svavari Lúthersyni og Istorrent ehf.  Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa máli rétthafa frá á þeim forsendum að málsóknarumboð væru ekki gild fyrir rétthafasamtökin SMÁÍS, SÍK, FHF og STEF. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SMÁÍS en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef Hæstaréttar.

„Þessi niðurstaða er miður og ótrúlegt að ætla að meina rétthafasamtökum að leita réttar sinnar félagsmanna. Hér er óþarfa leikur að réttarformlegheitum í þessu máli frekar en að taka á málum efnislega.
Það hefur ekki enn fengist efnisleg niðurstaða í þessu máli og reynist erfitt að fá dómara til að fara yfir málið sjálft, þ.e.a.s höfundarréttarlögin sjálf.
Í kjölfarið neyðast rétthafarnir sjálfir til að höfða sama mál í eigin nafni á nákvæmlega sömu forsemdum og áður en nú án málsóknarumboðs til rétthafasamtaka.

Þar með vonast rétthafar að loksins verði efnislega tekið á þessu máli og harma það jafnframt að þessi niðurstaða mun leiða til þess að auka kostnað stefnenda og stefnda auk þess að leggja frekari álag á réttarkerfið," að því er segir í tilkynningu frá SMÁÍS.  

 

 

Dómurinn var kominn á vef Hæstaréttar klukkan rúmlega 10 í morgun.

 

Dómur 194/2008


mbl.is Kröfu rétthafa vísað frá í Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband